HELGI OG HÖRÐUR LEIKSTÝRA MYNDBANDI FYRIR COLUMBIA RECORDS OG LÉON

0

Leikstjóra tvíeykið Helgi og Hörður leikstýrðu myndbandi fyrir Columbia Records og sænsku söngkonuna Léon. Sigga Soffía var danshöfundur yfir verkefninu en íslenska framleiðslufyrirtækið SNARK framleiddi myndbandið.

Helgi og Hörður hafa látið mikið að sér kveða síðustu misserin í leikstjórn auglýsinga og tónlistarmyndbanda. þeir hafa meðal annars leikstýrt auglýsingum fyrir mörg af stærri fyrirtæki landsins í samstarfi við SNARK og tónlistarmyndböndum fyrir innlenda og erlenda tónlistarmenn, svo sem Zebra Katz, Auður, Matoma, Astrid S og nú síðast LÉON við lagið „Surround me.”

LÉON er einungis 24 ára gömul en hefur vakið mikla athygli fyrir tónlist sína. Hún á sér aðdáendur í poppelítunni og er Katy Perry á meðal þeirra. LÉON hefur yfir 100 milljón spilanir á Spotify, sem gefur góða vísbendingu um vinsældir hennar á heimsvísu.

SNARK er framleiðslufyrirtækið á bakvið myndbandið og Erlingur Jack Guðmundsson stýrði framleiðslunni fyrir þeirra hönd.

Snark var stofnað árið 2013 og hefur síðan þá vaxið með auknum fjölda verkefna. Snark vinnur með fremstu auglýsingastofum landsins við góðan orðstír og hafa verkefni þeirra hlotið viðurkenningar innanlands sem utan.

Helgiandhordur.com

Snark.is

Itsleonleon.com

Spotify

Instagram

Twitter

Skrifaðu ummæli