„Held að ég hafi sótt mestan innblástur þaðan“ – Benni B-Ruff herjar á stóra eplið

0

Benedikt Freyr Jónsson eða Benni B-Ruff eins og hann er iðulega kallaður hefur komið víða við á löngum og glæstum ferli! Ásamt því að vera einn helsti plötusnúður landsins stýrir hann útvarpsþættinum Kronik og rekur vefmiðilinn Ske.is svo sumt sé nefnt. Í dag leggur kappinn land undir fót og herjar á stóra eplið þar sem hann mun þeyta skífum fyrir þyrsta rappunnendur!

Benni kemur alls þrisvar sinnum fram og það með goðsögnum úr bransanum,  þeim Statik, Roli Rho, Timothy Martello, Termonology ofl. Albumm náði tala af Benna rétt áður enn hann stökk upp í vél og fékk að vita aðeins nánar um ferðina!


Nú ert þú að fara að leggja land undir fót og spilar alls þrjú gigg í New York. Hvernig kom það til og er ekki spenna í kappanum?

Mjög spenntur, svo spenntur að ég var næstum of seinn að fylla út Esta. Hefði verið leiðinlegt að komast ekki út út af því. Þeir gefa sér 72 tíma til að skipa approval til baka. Ég kynntist tveimur plötusnúðum og bókara þarna úti fyrir skömmu síðan og við höfum verið í bandi síðan þá. Báðir plötusnúðarnir hafa komið hingað til lands að spila, t.d á Prikinu. Núna eru þeir atvinnumenn og túra um heiminn að spila.

Hefur þú spilað áður í New York? Hvar, hvenær og hvernig var stemmarinn?

Ég hef spilað tvisvar áður, 2012 og 2004. Mjög góð stemning. 2012 giggið var þó betra!

Það má segja að New York sé suðupottur rappsins, hefur borgin veitt þér einhvern innblástur í gegnum tíðina?

Held að ég hafi sótt mestan innblástur þaðan, enda ólst upp við að hlusta á Biggie, Nas, Jay-z, Funkmaster Flex ofl. En Vesturströndin kom líka sterk inn á þessum tíma. Eða í kringum 92-93.

Ljósmynd: Óskar Hallgrímsson.

Þú kemur fram með Statik Selektah, Termanology, Roli Rho o.fl. Hvernig leggst í þig að spila með svona stórum nöfnum og má ekki búast við trylltri stemningu?

Er frekar rólegur en samt spenntur, gaman að fara út og spila og hvað þá að spila með svona miklum snillingum. Maður var að horfa á ITF dj keppnirnar 97 þegar Roli Rho var að keppa. Svo spiluðum við mikið af lögunum hans Statik og Termonology í Kronik hérna fyrir eitthverju síðan hahaha.

Hlakka til að fá innblástur!

Hvar kemur þú fram og á að matreiða eðal rapp tóna fyrir gesti og gangandi?

Fat Buddha á fimmtudeginum, þar mun ég spila nýtt og eldra hiphop, klukkutíma partý keyrsla frá mér, verður svo gaman að fylgjast með hvað hinir snúðarnir gera þar. Þar munu Statik, Roli Rho, Timothy Martello, Termonology o.fl spila einnig.The Roof á föstudeginum, þar mun ég spila classic hiphop í bland við originals. Mr Purple er Rooftop bar og þar er maður með sumar blöndu þar sem það er sól og 20 plús hiti í NY núna.

Góða ferð og eitthvað að lokum?

Takk! Verið góð hvort við annað og njótið.

Skrifaðu ummæli