HEITT SUMAR ÞAR SEM ÁSTIN FÆR AÐ BLÓMSTRA

0

Hljómsveitin Sycamore Tree sendi á dögunum frá sér lagið „Bright New Day“ en það var samið fyrir um rúmu ári síðan. Gunni Hilmarsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir skipa sveitina en fjölmargir góðir listamenn lögðu laginu einnig krafta sína!

Albumm.is náði tali af Gunna og svaraði hann nokkrum spurningum um lagið, hverjar eru fyrirmyndirnar og hvað er framundan svo sumt sé nefnt!


Er lagið um eitthvað sérstakt og er það búið að vera lengi í vinnslu?

Lagið var samið síðasta sumar eða fyrir ári síðan. Þrátt fyrir að þetta sé einfaldasta lagið okkar þá hefur það verið lengst í vinnslu. Ég og Ágústa Eva spiluðum það fyrst saman í ágúst í fyrra og það var síðan tekið upp í lok síðasta árs. Eftir að Eyþór Gunnars spilaði harmonikku og Samúel Jón Samúls spilaði svo á básúnu þá tók það á sig lokamynd. Lagið er unnið með Ómari Guðjóns og Magnúsi Öder eins og áður. Lagið er skemmtilega stutt eða rétt rúmar tvær mínútir og keyrt beint í það. Það er í okkar anda og svona pínku “Old school.“ Lagið fjallar um heitt sumar þar sem ástin fær að blómstra. Eldheitt sumar!

Hvernig mundir þú lýsa laginu í einni setningu?

Birta og gleði á miðju sumri.

Hverjar eru fyrirmyndir sveitarinnar og hverjir eru stærstu áhrifavaldarnir?

Þegar ég byrjaði að vinna að hugmyndinni að Sycamore Tree þá langaði mig að gera tónlist sem vekur tilfinningar og er byggð á kvenhetjum, bæði Íslenskum og erlendum. Ég hafði verið að hlusta á snilldar konur eins og Carla Bruni, Lucy Rose, Lana Del Rey, Ragnheiði Gröndal, Vanessu Paradis, Juliu Stone og fleiri. Það kom aldrei neitt annað til greina en að kona myndi syngja lögin og leggja til hennar faglega input. Það var alger lukka að Ágústa Eva var til í þetta eftir að hafa hlustað á fyrsta demóin sem við Ómar Guðjóns höfðum gert þá var myndin fullmótuð. Hún hefur með sinni sterku faglegu næmni og fagmennsku gert þetta að því sem er.

Hvað er framundan hjá Sycamore Tree?

Framundan er útgáfa fyrstu plötu Sycamore Tree núna í September ásamt tónleikahaldi. Við erum mjög spennt fyrir því. Fyrstu stóru tónleikar okkar eru einmitt á menningarnótt í Garðpartý Bylgjunnar á menningarnótt þann 19. Ágúst. Verður æði…

Eitthvað að lokum?

Ást & Friður frá Sycamore Tree

Sycamoretreeband.com

Skrifaðu ummæli