Heimsókn í horn Hljóðfærahússins: Lay low

0

Nú er fyrsti þátturinn af seríunni Heimsókn í horn Hljóðfærahússins kominn í loftið en það er tónlistarkonan Lay Low sem skartar fyrsta myndbandinu. Viðburðurinn og þættirnir eru samstarfsverkefni Albumm.is og Hljóðfærahússins og óhætt er að segja að nóg er framundan! Þó þetta sé fyrsti þátturinn sem lýtur dagsins ljós var það trommuleikarinn Keli (Agent Fresco ofl) sem reið á vaðið en því miður náðist það ekki á filmu.

Lay Low spilaði fyrir viðstadda, svaraði nokkrum spurningum og miðlaði af reynslu sinni. Mikið er um að vera hjá tónlistarkonunni en hún er búinn að vera á faraldsfæti að undanförnu að kynna nýja plötu.

Eins og fyrr kemur fram er nóg framundan og er afar forvitnilegt hver heimsækir hornið næst! Áætlað er að hafa þetta fyrsta hvern föstudag hvers mánaðar en fyrirkomulagið er afar afslappað, aðgangur ávallt ókeypis og misjafnt hvað verður boðið, tónleika, spjall, kennsla eða blanda af öllu saman!

Myndbandið er unnið af James Cox/Paradís Sessions fyrir Hljóðfærahúsið og Albumm.is.

Hljodfaerahusid.com

Hljóðfærahúsið á Instagram

Skrifaðu ummæli