Heimsókn í Horn Hljóðfærahússins: Keli í Agent Fresco

0

Ljósmynd: Brynjar Snær.

Það verður heljarinnar fjör í Hljóðfærahúsinu í dag þegar fyrsta Heimsók Í Horn Hljóðfærahússins fer fram! Hljóðfærahúsið og albumm.is halda nú af stað með viðburðaseríuna HEIMSÓKN Í HORNIÐ þar sem listafólk heimsækir sviðið í horni Hljóðfærahússins til að sýna hvað í þeim býr. Fyrirkomulagið er afslappað, aðgangur ókeypis og misjafnt hvað á boðið verður upp á í hvert skipti, tónleika, spjall, kennslu eða blöndu af öllu saman.

Fyrsti gesturinn til að heimsækja okkur í horn Hljóðfærahússins er KELI – Hrafnkell Örn trommuleikari Agent Fresco. Í tilefni þess að Keli var nýlega boðinn velkominn af Yamaha sem opinber listamaður á þeirra vegum (Yamaha Endorsed Artist) ætlar hann að miðla okkur af reynslu sinni, halda smá tölu og spila svo fyrir viðstadda. Keli er afburðagóður trymbill og tónlistarmaður, hefur komið mjög víða við og er vitanlega með skemmtilegri mönnum. Það er því óhætt að lofa góðri stund.

Stuðið hefst stundvíslega kl 17:00 og eru að sjálfsögðu allir velkomnir og frítt inn!

Facebook viðburðinn má sjá hér.

Skrifaðu ummæli