HEIMSMEISTARAMÓT Í FREESKI OG FYRSTA ÍSLANDSMEISTARAMÓTIÐ Á SNJÓBRETTUM

0

free-ski 2016 - 1st-Siver Voll, Norway - 2nd Robbie Franco, USA and 3rd Noah Wallace, USA

Vetur konungur er svo sannarlega mættur til Akureyrar og allar brekkur og fjöll á Norðurlandi þaktar snjó. Það gleður fáa jafn mikið og skipuleggjendur stærstu vetraríþróttahátíðar landsins, Iceland Winter Games (IWG), sem verður haldin dagana 24. mars – 3. apríl og er undirbúningur fyrir hátíðina vel á veg kominn.

IWG jib session in Akureyri town center (2)

scotty lago

Scotty Lago

Meðal þeirra sem hafa skráð sig til þátttöku á IWG 2016 eru nokkrir af þekktustu og sigursælustu skíða- og snjóbrettamönnum heims. Má þar t.d. nefna hinn 24 ára gamla Svía Henrik Harlut, en hann var valinn skíðamaður ársins árin 2011 og 2013 (Freeskier Magazine) og besti skíðamaður Evrópu árið 2012 (International Freeski Film Festival). Hann hefur auk þess tvisvar sigrað stærsta skíða- og snjóbrettamóti heims, X-Games í Aspen (2013 og 2014), unnið European Open 2009 og keppt fyrir hönd Svía á Ólympíuleikunum í Sochi svo eitthvað sé nefnt. Aðrir þekktir atvinnumenn á skíðum og snjóbrettum sem hafa skráð sig til þátttöku á IWG 2016 eru t.a.m. hinn finnski Antti Autti, Scotty Lago (USA) Scotty Lago (USA) Scotty Lago á glæstan feril að baki.Brons verðlaunahafi á Ólympíleikunum í Sochi,unnið 4 sinnum til verðlauna á X – Games í Aspen,og hefur verið atvinnumaður á snjóbrettum frá 12 ára aldri. Phil Casabon (CAN) hefur einnig staðfest þáttöku sína.

IMG_7908

portrait

Phil Casabon

Aðalviðburðir hátíðarinnar eru AFP heimsmeistaramót í Freeski, alþjóðlega IWG Open snjóbrettamótið og fyrsta Íslandsmeistaramótið á snjóbrettum. Þessir viðburðir eru haldnir í Hlíðarfjalli dagana 31. mars – 2. apríl, en Hlíðarfjall er nú á lista yfir 12 mest framandi skíðasvæði heims.

henrik harlaut / tignes ( France )

Henrik Harlut

Heimsmeistarmótið í Freeski fór fyrst fram á IWG í mars 2014 og markaði sú keppni upphafið að Iceland Winter Games. Freeski heimsmeistaramótið er hluti af AFP mótaröðinni (The  AFP World Tour) og er flokkað sem gullmót, en það er er næst efsta stig í þeirri mótaröð með heildarverðlaunafé upp á tæpar 3 milljónir króna.

1966215_10203233651271676_1303721085_o

Hér er nýjasta myndbandið frá leikunum:

Comments are closed.