HEIMSFRÆGUR LEIKSTJÓRI LEIKSTÝRIR NÝJU MYNDBANDI ÁSGEIRS TRAUSTA

0

Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti eða einfaldlega Ásgeir eins og hann er iðulega kallaður sendi á dögunum frá sér glænýtt og brakandi ferskt lag en það ber heitið Unbound. Í gær kom út myndband við lagið og óhætt er að segja að það er virkilega glæsilegt og framúrstefnulegt!

Myndbandið er leikstýrt af Julien Lassort en hann hefur komið að fjölda verkefna og má þar td nefna tónlistarmyndband fyrir hljómsveitina Ratatat við lagið Party With Children og fjölda sjónvarpsauglýsinga!

Lag og myndband passar einkar vel saman og myndar það heilsteypta heild sem gaman er að hlusta og horfa á! Unbound er tekið af væntanlegri plötu Ásgeirs Afterglow en hún kemur út 5. Maí næstkomandi.

Skrifaðu ummæli