HEIMKOMU AUÐAR VAR FAGNAÐ MEÐ STÆL

0

15133902_10154843322438258_2050524465_o

Fyrir stuttu hélt Red Bull tónlistarakademían upp á heimkomu Auðuns Lútherssonar með stóru kvöldi á skemmtistaðnum Húrra, en hann notar listamannsnafnið Auður.

Auður er fyrsti Íslendingurinn sem kemst inn í akademíuna sem fram fór í Montréal í ár. Auðunn var þar í tvær vikur ásamt tónlistarfólki víða að og kennarar voru í heimsklassa svo sem Björk, Chilly Gonzales, Thundercats og margir fleiri.

Auðunn fékk með sér fríðan flokk gesta á Húrra og má þar nefna Tay Salem sem kom frá London en þeir voru skólabræður í Montréal. Hildur og Karó komu einnig fram en þær hafa báðar unnið með Auði að tónlist.
Auður nýtti tækifærið og forsýndi glænýtt tónlistarmyndband við lagið „Both Eyes on You“ sem Hörður Sveinsson og Helgi Jóhannsson leikstýrðu.

Á undan tónleikum kvöldsins voru umræður um akademíuna við Auðunn og Tay Salem sem Matthías Már frá Rás 2 leiddi. Þar kom margt skemmtilegt fram svo sem hvernig umsóknarferlið er, þar voru 10 fullbúin hljóðver sem þeir höfðu aðgang að allan tímann, í kvöldmat hafi þeir stundum fengið kampavín og ostrur og að reynsluboltinn Rod Temperton sem spilaði á hljómborðið í Thriller hjá Michael Jackson var á meðal kennara. Kvöldið var vel sótt og var fullt út úr dyrum.

Ljósmyndir: Brynjar Snær.

15064913_10154843349558258_128752698_o

15065080_10154843349573258_196802990_o

15102149_10154843401858258_952818940_o

15102275_10154843390643258_1048912133_o

15102345_10154843401903258_1688819116_o

15126015_10154843349233258_1418547602_o

15126087_10154843349668258_1036905065_o

15127442_10154843390648258_1230574415_o

15127471_10154843349518258_649883502_o

15134162_10154843349378258_127238338_o

15145204_10154843348648258_952595041_o

15146631_10154843404483258_29130377_o

15146816_10154843322753258_1857282078_o

15146846_10154843401798258_616830054_o

15152536_10154843349078258_1960386725_o

15153045_10154843349158258_472582883_o

http://audurmusic.com/

Skrifaðu ummæli