HEIMIR RAPPARI OG LADY BABUSKA SENDA FRÁ SÉR PLÖTUNA GEORGE ORWELL

0

heimir 2

Heimir Björnsson eða Heimir Rappari  eins og hann kallar sig sem margir kannast við úr Hip Hop sveitinni Skyttunum og hljómsveitin Lady Babuska voru að senda frá sér breiðskífuna George Orwell. Platan hefur verið um þrjú ár í vinnslu og það heyrist greinilega að mikið er lagt í gripinn.

„Platan heitir George Orwell  vegna þess ég persónulega er mjög hrifinn af Orwell og hans verkum. Ekki að ég hafi lesið þau öll en ég á all mörg og ekkert þeirra hefur brugðist mér enn. Þó verður að segjast að þrjár smásögur eftir hann hafi haft mest áhrif á textann í titillagi plötunar. Þær eru Henging,  Að skjóta fíl og Dauðdagi hinna fátæku.“ –  Heimir.

heimir rappari

HEIMIR

Lady Babuska á heiðurinn af öllum töktunum á plötunni en þeir komu á undan og Heimir skrifaði svo textana yfir þá og er útkoman virkilega skemmtileg. Flott flæði sem leyðir mann um götur pælinga og ekki er annað hægt en að dilla sér í leiðinni.

lady babuska ásamt heimi og kött grá pje

Það eru fleiri en Heimir og Lady Babuska sem koma að plötunni og má þar nefna Kött Grá Pje, Jón og Adda, Hlynur úr Skyttunum, Birkir, Margrét Arnardóttir eða Gréta Rokk eins og hún er kölluð, Bonnie Gregory, Torfi Már Jónsson en hann mixaði og masteraði plötuna og Hlynur Ingólfsson sem sá um hönnun plötuumslags en það er virkilega flott!

Frábær plata hér á ferðinni en þess má geta að allir geta sótt hana sér að kostnaðarlausu hér að neðan. Einu skilirðin eru að fólk deilir plötunni og þannig eru allir glaðir.

Comments are closed.