HEIMILDARMYNDIN 200 HJÓLABRETTI

0
mynd+

Steinar Már, Ingvi Rafn og Haukur Magnús. Ljósmynd: Guðrún Björg Sigurðardóttir (Gobi)

200 Hjólabretti er fyrsta heimildarmynd eftir þá félaga Ingva Rafn Björgvinsson, Steinar Már Unnarsson og Hauk Magnús Einarsson. 200 Hjólabretti unnu þeir í samstarfi við ungmennahúsið Molann. Myndin er um nokkra félaga sem voru að skeita saman á 10. Áratugnum í kringum Hamraborgina í Kópavogi. Tekin voru viðtöl og fengu þeir einnig gamalt efni í hendurnar frá skeiturunum. Nafnið á myndinni er tilvísun í póstnúmerið 200 Kópavogur.


Síðasta vor fór að vaxa hjá þeim Ingva Rafn, Steinari Má og Hauki Magnús hugmynd að skeit tengdu sumarverkefni í samstarfi við Molann. Molinn er ungmennahús eða félagsmiðstöð í kópavogi sem býður upp á skapandi sumarstörf þ.e. fólk sækir um pláss fyrir hugmyndir sýnar og fær svo starf hjá bænum við að útfæra þær.

Ingvi Rafn, Haukur Magnús, og Steinar Már, sóttu um með ákveðna hugmynd af vídeóverkefni og fengu inn. Í byrjun júní 2014 hófust þeir handa við að útfæra verkefnið betur. Árni Thor, starfsmaður hjá Molanum og einn af viðmælendum í myndinni, var þeim mikil hjálp og komu þeim í samband við þessa „old school“ skeitara sem að þeir tóku svo viðtöl við. Hvert viðtal var u.þ.b. tvær klukkustundir og tók svo vinna við að klippa það saman og finna einhverja sögu til þess að segja.

Sagan sem þeir segja frá í myndinni þegar að skeitið sjálft var að alast upp í kópavoginum og strákarnir, Árni Thor, Ármann Jakop, Júrý, Ingó og Halli gerðu allt brjálað uppi á „bæjó“ í Hamraborg.

Við reyndum að gera skeitinu góð skil og sýna fram á hversu gott sport þetta væri í alla staði og í leiðinni sjálfesta ákveðna jaðarmenningarsögu og fyrirrennara þess að nú á dögum þykja hjólabretti með vinsælli íþróttum sem að margir ungir krakkar velja sér að iðka í massavís.“

Segja þeir félagar að lokum en hér fyrir neðan má sjá þessa flottu heimildarmynd eftir þessa efnilegu stráka.

Comments are closed.