HEIMILDARMYND UM THE ORB SÝND Á ÍSLANDI!

0

Tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival nálgast óðfluga en hátíðin fer fram í Reykjavík dagana 6. – 9. Júlí næstkomandi. Dagskráin er sko alls ekkert slor þetta árið en fram koma The Orb, Mixmaster Morris og Skurken svo fátt sé nefnt.

Heimildarmyndin Lunar Orbit verður sýnd á hátíðinni en mikill fengur er að fá hana til landsins! Viðfangsefni myndarinnar er hljómsveitin The Orb en saga hennar er löng og stórmerkileg! Myndin verður sýnd 7. Júlí kl 18:00 í Bíó Paradís og aðains verður þessi eina sýning.

Lunar Orbit hefur verið sýnd á öllum helstu film/tónlistar hátíðum heims þ.á.m. Manchester Film Festival, Toronto Independent Film Festival, Doc’n Roll Film FestivalMoogfest, The Melbourne Documentary Film Festival svo sumt sé nefnt!

Hátíðarpassinn á Extreme Chill Festival gildir á þessa stórkostlegu heimildarmynd og hvetjum við alla til að berja hana augum!

Hægt er að nálgast miða á Midi.is

http://www.extremechill.org

https://www.lunarorbitfilm.com

Skrifaðu ummæli