HEIMILDARMYND UM GRAFFITI Á ÍSLANDI OG JÓA Í HLÍÐARGÖNGUNUM Í BÍGERÐ

0

joe 2

Hlíðargöngin eru löngu þekkt sem einn helsti viðkomustaður Graffiti listamanna en göngin hafa verið skreytt listaverkum í áraraðir. Á níunda áratugnum var gróskan sem mest og maður gat ekki gengið í gegnum göngin án þess að taka reglulega eftir nýjum verkum eftir helstu Graffiti listamenn landsins. Á dögunum voru gömlu graff kempurnar dregnar út og þau fengin til að skreyta göngin á ný, en þau höfðu verið hvít í nokkur ár, ekki gott! Þeir sem mættu voru Atom, Die, Dire, Kez, Lopez, Osesh, Sharq, Starz, Sort, Crek, Chulo og Youze.

joe 3

Jóhann Jónmundsson var vörðurinn í göngunum en hann var og er mikill snillingur en hann á mikinn þátt í allri listinni sem fékk að njóta sín í göngunum. Heimildarmynd um kappann er í bígerð og söfnun er hafin á Karolina Fund

joe 7

Þau sem standa að myndinni eru: Björgvin Sigurðarsson, Hallur Örn Árnason, Óskar Bragi Stefánsson, Bríet Breiðfjörð og Helga Björg Gylfadóttir.
Jói var vörður í göngunum þegar gróskan var sem mest en hann er mikill snillingur og ýtti hann undir þessa list og hafði mjög gaman af. Jóhann Jónmundsson, eða Jói eins og hann er kallaður, vann í undirgöngunum við Klambratún frá 1993 – 2005. Á þessum tíma reis hip hop menningin sem hæst hér á landi og báru veggir ganganna þess augljós merki með mikilli aukningu graffitis. Göngin voru á þessum tíma einn vinsælasti graffiti staður landsins.

joe 4

Á þessum tíma var graffiti bannað í Reykjavík, en Jói fékk fljótlega áhuga á graffitilistinni, fór til sinna yfirmanna og fékk það í gegn að undantekning á reglunni yrði gerð í Hlíðargöngunum. Eina skilyrðið var að hann myndi þjóna hlutverki nokkurs konar listráðunautar, ofan á aðrar starfskyldur sínar. Jói átti að gæta þess að göngin væru snyrtileg og að graffiti myndirnar samrýmdust almennu velsæmi. Jói skyldi mála yfir allt krot og myndir sem að talist gætu klám eða satanískar af einhverjum toga.

joe 5

Fljótlega eftir að Jói hóf störf fór hann að taka ljósmyndir af graffitiverkum ganganna í þeim tilgangi að til væru einhverjar heimildir um þessa tegund myndlistar. Hann lét prenta myndirnar út, flokkaði þær í möppur til varðveislu og bar allan kostnað af því sjálfur. Safn Jóa telur í dag um 500 ljósmyndir og er af mörgum talið ein heildstæðasta heimild um graffitilist í Reykjavík frá þessum tímum.

joe 6

Endilega leggið verkefninu lið og sjáum þetta verða að veruleika!

Comments are closed.