HEILSTEYPT SAGA UM BARÁTTU EINSTAKLINGS VIÐ EIGIN KVILLA

0

roskun-2

Þungarokkshljómsveitin Röskun frá Akureyri gefur út sína fyrstu breiðskífu 27. janúar næstkomandi. Platan sem ber nafnið Á brúninni, verður til sölu á Roskun.is á stafrænu formi og á geislaplötu ásamt því að vera seld á tónleikum. Platan verður einnig aðgengileg á Spotify og öðrum helstu veitum.

„Á brúninni“ er heilsteypt saga um baráttu einstaklings við eigin kvilla og er byggð á sönnum atburðum að mestu. Ætlunin er að leggja verk sveitarinnar að mörkum til að opna umræðuna um geðsjúkdóma og hættuna sem þeim fylgir.

roskun-3

Hljómsveitin Röskun hefur starfað síðan 2013 og er skipuð góðkunningjum þungarokksins á Norðurlandi. Sveitin tók þátt í Wacken Metal Battle í Hörpu árið 2015 og hefur komið fram á ýmsum tónleikum á Íslandi á þessum tíma.

Meðlimir sveitarinnar eru: Ágúst Örn Pálsson – gítar og söngur, Heiðar Brynjarsson – trommur, Magnús Hilmar Felixson – bassi og söngur, Þorlákur Lyngmo – gítar og söngur.

Útgáfutónleikar Röskunar verða haldnir á Græna Hattinum á Akureyri fimmtudagskvöldið 2. febrúar 2017. Miðasala er hafinn á Miði.is

Skrifaðu ummæli