HEILADANS 40 – MÖLLER RECORDS

0

10389604_805169632888596_4918416292256329964_n


Fertugasti Heiladans Möller Records verður fimmtudagskvöldið 29. janúar á Bravó. Fram koma listamennirnir Futuregrapher, Nuke Dukem og Bistro Boy en allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa sent frá sér plötur nýlega. Í Nóvember sendi Futuregrapher frá sér plötuna Skynvera sem hlaut góðar viðtökur og var valin af Morgunblaðinu ein af plötum ársins. Nuke Dukem sendi frá sér plötuna Liberty í október á síðasta ári. Möller Records fagnar jafnframt 30. útgáfu sinni sem er platan Rivers and Poems, með Bistro Boy og japanska tónlistarmanninum Nobuto Suda.

Tónleikarnir hefjast kl. 21:00
Heiladans 40 á Facebook: https://www.facebook.com/events/1013765275317128

Comments are closed.