HEIÐURSTÓNLEIKAR SYSTEM OF A DOWN Á GAUKNUM 15. JANÚAR / FORSALA ER HAFIN

0

system 3

Armensk/Ameríska rokksveitin System Of A Down verður heiðruð þann 15.janúar 2016 á Gauknum.
S.O.A.D. hefur gefið út fimm breiðskífur og selt yfir um 40 milljón eintök. Hljómsveitin á ófáa slagara sem munu fá að heyrast á þessum tónleikum en dagskráin spannar lög frá farsælum ferli sveitarinnar sem hófst árið 1994 í Kaliforníu.

SYSTEM 2

Sett hefur verið saman sérstök hljómsveit til að flytja efnið á heiðurstónleikunum og eru meðlimir gallharðir aðdáendur System Of A Down, en þeir eru:

Söngur: Stefán Jakobsson
Gítar/Hljómborð: Franz Gunnarsson
Gítar: Hrafnkell Brimar Hallmundsson
Bassi/Söngur: Erla Stefánsdóttir
Trommur: Sverrir Páll Snorrason

Forsalan er hafin á TIX.IS. Tilvalin jólagjöf fyrir rokkara, miðaverð aðeins 1.500 kr.

 

Comments are closed.