HEIÐRIK SENDIR FRÁ SÉR PLÖTUNA „FUNERAL“

0

_MG_1605

Heiðrik, eða Heiðríkur eins og Íslendingar kalla hann, hefur tilkynnt að platan Funeral muni koma út á morgun þann 1. september. Platan er samansafn af lögum sem hann samdi þegar erfiðleikar komu upp í hinu afskekkta og íhaldssama samfélagi Færeyja. Samtals verða 10 lög á plötunni, órafmögnuð og knúin fram með píanói, strengjum, úkúlele sem og dúnmjúkri rödd Heiðríks.

_MG_1632 (1)

Tónarnir sem Heiðríkur leggur fyrir hlustandann tekur fólk í melankólíst og grátbroslegt ferðalag þar sem gæta má áhrifa allt frá djassi til þjóðlagatónlistar frá fyrri hluta síðustu aldar. Heiðríkur hefur verið borinn saman við aðra LGBT söngvara á borð við Anohni úr Antony and the Johnsons og Marlene Dietricht sökum þess hve margbrotinn rómur hans er á sama tíma og röddin er viðkvæm.

https://twitter.com/heidrik

Comments are closed.