heiðra minningu góðs vinar sem tók sitt eigið líf

0

Hljómsveitin Above The Lights var að gefa út tvö lög sem nefnast „Over The Horizon“ og „Quiet and Peaceful“ en þau voru unnin í samstarfi með Stefáni Erni Gunnlaugssyni í stúdíó bambus, sem sá um útsetningar, hljóðfæraleik og pródúseringu.

Lagið Over the horizon var samið til að heiðra minningu góðs vinar sem tók sitt eigið líf og hafði mikil áhrif á líf Eyþórs. það fjallar bæði um söknuð, sársauka og kveðjustund en á sama tíma von um líf eftir þetta líf, að ljósið innra með okkur fái að lifa áfram. Lagið Quiet and peaceful sem Kolbrún Þorsteinsdóttir syngur er andlegt ferðalag úr myrkri yfir í ljós, að sleppa tökum á sjálfinu og viðurkenna eigin bresti, sem getur verið ótrúlega erfitt.

Tónlist Above The Lights er bæði draumkennd og dimm en á sama tíma einlæg og falleg og myndi flokkast sem rólegt elektrónískt popp með triphop áhrifum. Lögin eru samin af Eyþóri Bjarna Sigurðssyni sem er söngvari bandsins ásamt Kolbrúnu Þorsteinsdóttir.

Hljómsveitin stefnir á útgáfu plötu á þessu ári, þetta er eitthvað sem allir ættu að fylgjast með.

Skrifaðu ummæli