HEIDATRUBADOR BLÆS TIL HELJARINNAR ÚTGÁFUTÓNLEIKA Á DILLON 16. JÚNÍ

0

heiða 2

Heidatrubador er Heiða Eiríksdóttir en hún hefur verið viðloðandi músíkbransann og tekið þátt í mörgum verkefnum tengdum músík og listum í hartnær 30 ár. Heiða er einnig þekktur greinahöfundur og þáttastjórnandi útvarpsþáttarins Langspils á Rás 2 sem hefur ný útgefið íslenskt efni í brennidepli. Þó svo að Heiða hafi komið fram sem Heidatrubador, þá er þetta fyrsta útgáfa hennar undir þessu nafni.

heiðatrubdor - 3rd eye slide show - album art-page-001

Hluti af lögunum voru tekinn upp árið 2013 en platan varð til í Berlín síðasta sumar. Á Third-Eye Slide-Show fáum við að heyra tilraunakenndri hlið Heiðu og í mörgum lögunum má heyra hljóðbjagaða rödd Heiðu og gítar hennar; útkoman er hrá, og einlæg.

AMFJ mun hita upp fyrir Heiðu.

Húsið opnar kl 21:30 og hefjast Tónleikarnir stundvíslega kl 22:00.

Aðgangseyrir er aðeins 1.000 krónur.

Comments are closed.