HEFUR VERIÐ LÍKT VIÐ ED SHEERAN, JAMES BAY OG JUSTIN BIEBER

0

Andri Fannar Kristjánsson / AFK

Andri Fannar Kristjánsson eða AFK eins og hann kallar sig sendir í dag frá sér sitt fyrsta lag en í dag fagnar hann einnig  tvítugs afmæli sínu.

Lagið heitir „Black“ en aðdragandinn að útgáfunni hefur verið langur. AFK hefur verið að semja og taka upp bæði í Bandaríkjunum og Íslandi síðustu tvö ár og þess vegna löngu orðið tímabært að leyfa tónlistinni að líta dagsins ljós á meðal almennings.

afk-2

Tónlistinni hans hefur verið líkt við blöndu af Ed Sheeran, James Bay og Justin Bieber, alls ekki slæm blanda það! AFK er nú þegar að skipuleggja næstu tvær útgáfur sínar en þær munu koma fljótlega út og stefnt er á að klára plötu á árinu.

AFK er ekki bara lagahöfundur og hljóðfæraleikari, en hann er líka málari og teiknari og stundar nám við Myndlistarskólann á Akureyri. Frá því að hann var unglingur hefur hann ekki fundið sig í neinu öðru en listgreinum, hvort sem það er að spila, syngja, teikna eða jafnvel húðflúra sjálfan sig sem og aðra.

„Black“ er fyrsta lagið sem AFK samdi en það er einhverskonar seiðandi blanda af poppi, gítarhljómum og reggae.

www.instagram.com/andrifk13

www.twitter.com/andrifk13

Skrifaðu ummæli