HEFUR KOMIÐ FRAM MEÐ BJÖRK, SIGUR RÓS OG FLORENCE AND THE MACHINE

0

sigrun

Sigrún Jónsdóttir sendi frá sér plötuna Hringsjá í ágúst en hún er frumraun Sigrúnar sem sólólistamaður. Sigrún er tónskáld og hljóðfæraleikari sem hefur lengi verið viðloðandi íslensku tónlistarsenuna og spilað með fjölda hljómsveita, bæði innlendra og erlendra. Hún hefur m.a. leikið með Björk og Sigur Rós á tónleikaferðalögum þeirra um heiminn og nýlega lauk hún tæplega tveggja ára ferðalagi með bresku hljómsveitinni Florence and The Machine.

Sigrún hlaut nýlega styrk frá Hljóðritasjóði Stefs til útgáfu á nýrri stuttskífu sem væntanleg er fyrir jól. Sigrún spilar á opnunarkvöldi Iceland Airwaves í Iðnó, miðvikudaginn 2. nóvember kl. 21:40, og á off-venue tónleikum í 12 Tónum föstudaginn 4. nóvember kl. 17:45.

Hér má hlusta á Hringsjá:

Comments are closed.