Hefur getið sér gott orð í íslensku þungarokkssenunni

0

Tekið á Eistnaflugi. Ljósmyndir/Blómey Ósk.

Thrash metal hljómsveitin Exile hefur nú eftir mikla vinnu og strit gefið út sína fyrstu plötu sem ber heitið Pleasure Awaits. Exile hefur getið gott orð af sér í hinni íslensku þungarokk senu og ekki enn hefur heyrst af því að menn gangi ósáttir út af tónleikum frá þeim.

Með kraftmikilli spilamennsku, þéttum rythma og yndislegu „attitjúdi“ hafa þeir komið sér á kortið og hituðu meðal annars upp fyrir Skálmöld og Dimmu á Aðventutónleikum Andskotans síðasta desember sem og koma fram á Eistnaflugi á þessu ári.

Drengirnir hafa verið að vinna stíft að koma þessari plötu út þar sem ekki hefur vantar eftirspurnina eftir henni en vegna nokkurra mannabreytinga á meðal upptökuferlinu stóð hefur útgáfa hennar dregist töluvert. Fengu strákarnir Gottskálk Daða úr hinni frábæru þungarokksveit Alchemia í lið með sér í febrúar til að taka upp trommurnar og stuttu seinna ákvað þáverandi söngvari að segja skilið við hljómsveitina. Var þá ákveðið að Rúnar, rythmagítarleikari, myndi taka það að sér að garga í míkrafóninn.

Þrátt fyrir töluverðar hindranir hafa drengirnir ekki látið deigan síga og haldið ótrauðir áfram með tröllatrú á því sem þeir eru að gera og sannfærðir um ágæti plötunnar. Platan er stútfull af flottum melódíum, rífandi riffum, eyrnakonfekt gítarsólóum, þrælþéttum trommum og dúndurflottum söng og hefur hún fengið frábærar viðtökur.

Sannfærðir um eigin ágæti eru strákarnir úr Exile farnir á fullt að vinna í sinni annarri plötu til að svala þorsta landans fyrir meiri hágæða thrash metal! Einnig er stefnan á útgáfutónleika í byrjun nýs árs þar sem þeir munu gefa smá brot af því sem koma skal meðal þess sem þeir munu flytja plötuna.

Meðlimir Exile eru: Axel Örn Torfason- sóló gítar og bakraddir, Rúnar Þór Clausen- rythma gítar og söngur, Valur Örn Hjálmarsson – Bassi og bakraddir.

Skrifaðu ummæli