Hefur fengist við tónlist frá því hann fékk gítar í hendurnar

0

Í dag kemur út á vegum Möller Records platan Introspection EP með raftónlistarmanninum Chamileo. Chamileo er Luis Diogo en þetta er fyrsta platan sem hann gefur út hjá Möller Records. Platan var unnin í Amsterdam samhliða námi tónlistarmannsins við SAE Institude, innblásin af low-tempó raftónlist, jazz og blús. Luis Diogo er sjálflærður og hefur fengist við tónlist frá því hann fékk gítar í hendurnar ungur að aldri.

Chamileo kemur fram á tónleikum Möller Records þann 29. mars n.k. á Húrra og fagnar útgáfunni ásamt raftónlistarmönnunum Andartak, sem fagnar nýútkominni plötu sinni Electrolysis, Futuregrapher, Subminimal og Bistro Boy.

Hægt er að versla plötuna á vef Möller Records.

 

Skrifaðu ummæli