HEFJA ICELAND METAL ASSAULT Á GAUKNUM OG RYÐJAST SVO UM AUSTUR EVRÓPU

0

Til stendur að hefja Evróputúrinn „Icelandic Metal Assault“ á Gauknum þann 27 október nsk. en stuttu síðar verður haldið til Mílanó, Ítalíu og stór hluti meginlandsins lagður undir fót í kjölfarið. Þetta verður í annað skiptið sem evrópa er rokkuð í grunninn af upprennandi, íslenskum þungarokkssveitum undir flaggi túrsins, en hér mætti telja fram Heljarrokksveitina Rán, þrassarana í Exile og dauðarokksslammarana í Devine Defilement.

Rán mun jafnframt nota tækifærið og gefa út seinni breiðdisk sinn Rock to Hell á Gauknum, en húsið opnar – samkvæmt venju – klukkan 21:00 og munu þungarokkspönkararnir í Óværu koma stemningunni í réttan farveg. Aðgangseyrir er einungis 1.000 kr.

Skrifaðu ummæli