„Hef átt margar andvöku nætur þar sem ég yrki texta og laglínur“

0

Royal Gíslason er íslenskur tónlistamaður úr 101 Reykjavík sem ætlar sér stóra hluti ef dæma má af tónlistarmyndbandinu við lagið „Cologne.“ Í kjölfar myndbandsins mun hann gefa út átta laga plötu sem ber nafnið Alien Vibez og er þetta fyrsta platan sem Royal Gíslason gefur út en hún kemur út á Spotify þann 6. Apríl næstkomandi.

„Ég er búinn að vera að vinna í plötunni samhliða öðrum verkefnum síðastliðin 2 ár og hef átt margar andvöku nætur þar sem ég yrki texta og laglínur. Ég er líka umkringdur svo hæfileikaríku fólki eins og Pálmi „papi“ og Börkur Hrafn Birgisson sem hafa hjálpað mér að gera plötuna eins og hún er í dag.“ – Royal Gíslason.

Á þessari plötu má finna lagið „Cologne“ sem kappinn fékk þá Arnfinn „Nabblakusk“ og Birgir Ólaf til að sleppa sínum hugmyndum lausum í framleiðslunni á tónlistarmyndbandinu. Ég gæti ekki verið ánægðari með hvernig myndbandið kom út og hlakka ég mikið til að sleppa plötunni út í heiminn segir Royal Gíslason að lokum!

Myndbandið er í frekar psychadelic stýl og er blanda af mjög litríkum og óvæntum skotum sem taka áhorfandann með í „trip“ eða ferðalag!

Skrifaðu ummæli