HAVARÍ RÚLLAR ÁFRAM EINS OG ENGINN SÉ MORGUNDAGURINN

0

Dagskráin á Havarí rúllar áfram eins og enginn sé morgundagurinn og verður mikið um að vera í vikunni fyrir alla!

Fimmtudaginn 20. júlí mæta rappskrímslin Úlfur Úlfur á svæðið og trylla hlöðuna með taumlausu rímnaflæði og dúndrandi hryngangi.

Föstudaginn 21. júlí eiga sviðið vestfirðingarnir Mugison og Lára Rúnars ásamt hirð sinni.

Sunnudaginn 23. júlí ætlar svo stórsöngvarinn Valdimar Guðmundsson að halda tónleika ásamt undrabarninu Erni Eldjárn á gítar en á undan þeim stígur á svið Fáskrúðsfirðingurinn Anya Shaddock sigurvegari Samfés 2017.

Tónleikar hefjast klukkan 21.00, miðasala er á tix.is og við hurð
Hægt er að sjá Facebook viðburðinn hér.

Skrifaðu ummæli