„HAUSINN ER EINS OG BILAÐ LOFTNET Á GÖMLU TÚBUSJÓNVARPI”

0

Tónlistarmaðurinn Swan Swan H eða Svanur eins og hann er iðulega kallaður sendi fyrir helgi frá sér lagið „One Way (Arabian Flights)“ en hugmyndina að laginu fékk Svanur þegar hann sá status skrifaðan á Facebook af tónlistarmanninum Unnsteini Manuel.

„Fyrir ekki svo löngu var ég að  skrolla á facebook og sá status sem Unnsteinn Manuel skrifaði varðandi flóttamannavandann sem varð til þess að ég fékk viðfangsefnið vel á heilann! Ég þori ekki að segja að þetta lag fjalli eingöngu um það en ég er nokkuð viss um að það blæði vel inná lagið. Restin af the inspiration er the general fuckedupness of the world u see on the fréttir.“

Þessa dagana er Svanur að leggja lokahönd á plötuna U.F.O sem væntanleg er í September. Áætlað var að platan kæmi út í sumar en Svanur segir að það sé töluvert meira mál en hann hélt að semja, taka upp, mixa og mastera heila plötu alveg sjálfur.

„Hausinn á mér er orðinn eins og bilað loftnet á gömlu túbusjónvarpi sem er í sambandi á sítrónu.“

Skrifaðu ummæli