HAUSAR HALDA UPP Á 5 ÁRA AFMÆLI Á PALOMA

0

Síðustu 5 ár hafa Hausar haldið drum & bass og jungle kvöld á ýmsum klúbbum Reykjavíkur ásamt því að vera með vikulegan útvarpsþátt á FM Xtra. Bjarni Ben, Danni Croax og Bjöggi Nightshock stofnuðu félagsskapinn árið 2012 og héldu sín fyrstu kvöld á Faktorý sem hefur nú verið lokað. Suspect:B var tekinn inn í hópinn nokkru síðar eftir nokkur gestasett sem slógu í gegn ásamt gömlu kempunni Dóra Junglizt og Óla Ótitlaða.

Fyrsta kvöld af mörgum í 5 ára afmælisseríu Hausa verður haldið í kjallara Paloma miðvikudaginn 12. apríl frá 22:00 til 04:30 í Funktion-One hljóðkerfi frá Ofur. Gleðitíð (happy hour) verður á barnum frá 22:00-01:00 og kostar 1000 kr. inn en með fylgir einn Tuborg.

Fram koma: Croax, Junglizt, Nightshock, Suspect:B og Untitled.

Facebook viðburðurinn má finna hér.

Instagram.

Twitter.

Snapchat: hausardnb

Skrifaðu ummæli