HAUKUR MÁR EINARSSON (MOLD)

0

_DSC6394-2

Haukur Már Einarsson er að smíða fyrstu Íslensku hjólabrettin. Hann sagði okkur frá öllum ferlinum en einnig sagði hann okkur frá listasýningu sem er framundan en það eru nokkrir vel valdnir listamenn sem ætla að skreita brettin með sinni list, Gjörið svo vel.

 


 Hvernig kom það til að þú fórst að búa til hjólabretti?

Ég hef alltaf haft rosalega gaman af því að smíða, en ég byrjaði að vinna síðasta haust í Lækjarskóla og er að kenna smíði þar. Þetta byrjaði bara þannig að ég fór að gera bretti fyrir strákana þar, við byrjuðum að taka einhver mót af „mini krúserum“ sem þeir komu á og svo bara þróaðist þetta. Við byrjuðum á að gera alltaf meira og meira og ég fór að hugsa hvort það væri ekki hægt að taka þetta aðeins lengra og gera alvöru hjólabretti, ég held að það hafi ekki verið smíðuð alvöru hjólabretti á íslandi áður, eða ég gat allavegana ekki fundið það. Ég byrjaði bara að „googla“ á fullu og vesenast og eitt leiddi að öðru, ég fékk góðan félaga minn til að smíða pressuna.

Er ekki mikið mál að smíða svona pressu?

Nei nei, þetta er ekkert svo flókið dæmi, aðal málið var að smíða mótin til að fá lagið á brettinu rétt „shape.“ Ég skoðaði og mældi upp fullt af brettum svo skar ég það út í plast og steypti svo ofan á það með trefja steypu og bý þannig til hvert mót, hvert mót er um fimmtíu kíló og svo var smíðuð pressa utan um þetta sem er svona járnavirki og svo er tíu tonna tjakkur sem pressar þetta. Þetta var ég bara að hanna, stútera og fékk svo félaga minn sem er járnsmiður til að smíða hana með mér.

_DSC6218-2

Hvaðan kemur áhuginn, varstu eitthvað að „skeita“ sjálfur?

Ég var náttúrulega alveg sjúkur í hjólabretti og byrjaði sem barn á þessum fyrstu brettum sem komu til landsins sem voru ekkert ósvipuð þessum „mini krúserum“ í dag en þá var maður aðalega að renna sér og „tikka.“ Svo tóku tré brettin við og fóru að vera aðeins breiðari og svona, en ég hætti eiginlega áður en brettin fóru að hafa þessa lögun sem þau hafa í dag þannig ég get eiginlega ekki sagt að ég sé góður „skeitari“ en áhuginn er klárlega til staðar og ég hef alltaf heillast mjög mikið af hjólabretti og smíðin á þeim, myndirnar og „trikkin“ og bara allt í kringum þessa hjólabretta menningu.

Hvenær voru fyrstu brettin tilbúin?

Fyrsta brettið sem ég gerði var eikarbretti því ég átti engin efni, en þá fór ég niður í Efnissölu til að a.t.h. hvort þeir ættu „Maple“ (Hlynur) en þeir áttu það ekki til en áttu til eik, þanni fyrsta brettið var gert úr eik. Það væri nú alveg hægt að prófa það einhvertíman en eikin er svo gróf og stökk að það er mun meiri hætta á því að það brotni en brettið er samt mjög fallegt. Það er svona ár síðan það kom úr pressunni.Fyrstu „Maple“ brettin komu síðasta vetur.

_DSC6259-2

Hvaðan ertu að fá efnið „Maple?“

Það kemur frá Kanada, en það er líka hægt að fá fínt efni frá Norður Ameríku líka, en ég er að vonast til að fá efni frá Efnissölunni. Þeir eru einu sem hafa flutt þetta inn, þeir voru alltaf að lofa mér efni og sögðu alltaf „tvær til þrjár vikur“ hvert skipti sem ég hringdi í þá. Þeir fá gáma en vita ekki alltaf nákvæmlega hvað er í hverjum gám og svona, en þeir eru búnir að lofa mér einhverjum 80 fermetrum. Það væri frábært að komast í það, því það munar alveg heilmiklu á verði, því eins og þetta er í dag þá er þetta smá brjálæði. En ég geri þetta fyrst og fremst af áhuga og ánægju. Á meðan þetta er gaman þá geri ég þetta, en um leið og þetta verður leiðinlegt þá hætti ég þessu.

Þú ert að fá listamenn til að skreyta brettin, segðu okkur frá því.

Já það er Davíð örn, Sara Riel, Jeff sem er búinn með sitt bretti og hann frumsýndi það um daginn í litlu galleríi á Njálsgötunni og það gekk mjög vel, svo er það Svanhildur Halla en hún er líka búin með sitt bretti og svo Páll Banine en þetta er allt í höndunum á Davíð. Ég læt hann fá brettin og hann finnur listamennina til að setja sína list á brettin. Þegar þetta er allt saman tilbúið verður blásið til helljarinnar listasýningu með öllum brettunum, en Davíð ætlar að vera sýningarstjóri og setja þetta upp, ég bara bý til strigann. Þetta á klárlega eftir að vera ótrúlega gaman. Það er ekki alveg komin dagsetning á hvenær þetta verður, kanski næsta vor eða sumar en það skiptir kanski ekki öllu máli. Listamennirnir þurfa sinn tíma í þetta og það væri gaman að sína tuttugu til þrjátíu bretti. Mig langar að fá eins ólíka listamenn og hægt er, Íslensk list á íslenskum hjólabrettum það er „pælingin.“

_DSC6293

Er komið eitthvað framtíðarplan með þetta?

Nei eiginlega ekki þetta er bara gert af áhuga og ánægju en auðvitað væri gaman að koma þessu í smá framleiðslu, en ég er ekkert farinn að hugsa neitt stórt með þetta, alls ekki. Kanski verður þetta bara ein listasýning en það virðist vera samt mikill áhugi á þessu „projecti“ og fólk er forvitið og það er mjög gaman.

_DSC6320

Nú er hjólabretta menningin ansi stór á Íslandi þannig þetta er svolítið réttur tími sem þú ert að koma með þetta.

Já algjörlega. Strákarnir sem ég er að kenna veittu mér mjög mikinn innblástur að vera innan um þá og tala um hjólabretti, snjóbretti og bmx, þeir eru mjög margir í þessu þannig það er mjög gaman í vinnunni og alveg frábærir strákar.

Hvernig er ferlið á að smíða brettin?

Fyrst fæ ég þennan „sugar maple“ í spón sem ég lími saman sjö lög, semsagt fjórtán hliðar og það koma tvö krossbönd á milli til að styrkja þetta og þetta verður svona kassi sem ég set í pressuna og svo er þetta í vélinni í fjóra til fimm klukkutíma og þá þarf þetta að bíða í lágmark 72 klukkutíma áður en ég fer eitthvað að vinna í því en þá fer ég að saga það út, fræsa það, pússa og bora götin. Eftirvinnan er svo að lakka brettin, mála og þess háttar. Konan hélt ég væri orðinn alveg ruglaður. Ég var „googlandi“ á fullu og stundum að vakna á nóttunni og hlaupa í tölvuna og skrifa hugmyndir. Það er mikil vinna búin að fara í það að læra þetta því það getur enginn kennt mér þetta því það hefur enginn gert þetta á Íslandi. Ég er alveg búinn að skoða vaxtarferlið á trjám og alveg þangað til tréð er fellt og hvað er svo gert við viðinn og hvernig hann er unninn, þannig þetta eru alveg heljarinnar „pælingar“ á bakvið þetta. Núna er ég líka farinn að spá í prenti og hvernig það virkar alltsaman ég er mikið hrifinn af silkiprennti sem er alveg 2000 ára gömul aðferð. Ég fór niður í listaháskóla og frænka mín var þarna í þessum kúrs og hún hjálpaði mér að setja grafík á eitt bretti og það kom rosalega flott út.

_DSC6263-2

Er komið nafn á „project-ið?“

Mold er nafnið. Íslensk mold og mold er migla, en svo er þetta líka „molding“ á ensku þannig þetta er svolítið alþjóðlegt nafn. Þetta fæddist hjá mér og Davíð en við vorum búnir að skrifa niður alveg helling af hugmyndum en þetta var lendingin og ég er mjög ánægður með það.

_DSC6211

Comments are closed.