HÁTÍÐ Í HÖFUÐBORGINNI UM VERSLUNARMANNAHELGINA

0

Þriggja daga tónlistarveisla í miðborginni, tvö svið sem að sjálfsögðu eru inni – og fjör alla leið úti á götu!

image001

Jakob Frímann Magnússon og Amabadama sameinast á sviði á Innipúkanum í ár – og verða með tónleikaprógramm sem gert er sérstaklega fyrir hátíðina með efni frá litríkjum ferli Jakobs og smellum Amabadama.  Meðal annara listamanna sem koma fram á hátíðinni í ár eru Maus, Mammút, Sóley, Steed Lord, Ylja og Samúel Jón Samúelsson Big Band. Á næstu dögum verða enn fleiri listamenn og hljómsveitir kynntar til leiks.


Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin um verslunarmannahelgina í ár, eins og hefð er fyrir. Aðal tónleikadagskráin fer að sjálfsögðu fram innandyra, að þessu sinni í Kvosinni á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum. Þar verður boðið verður upp á fjölbreytta tónleikadagskrá föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld, þ.e.a.s. dagana 31. júlí til 2. ágúst. Auk þess verður boðið verður upp á götuhátíðarstemmningu í Naustinni, götunni fyrir framan staðina, yfir daginn. Leyfi hefur fengist frá Reykjavíkurborg til að loka götunni þar sem boðið verður upp enn meiri tónlist, veitingar, markað og almennt fjör.

Amabadama slógu eftirminnilega í gegn þegar hún lék í fyrsta sinn á Innipúkanum í fyrra og liðsmenn hennar hlakka mikið til að spila á hátíðinni á ný, og í þetta sinn með sjálfum Jakobi Frímani Magnússyni sem nú stígur stokk á Innipúkanum í fyrsta sinn! „Amaba Dama hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér frá því ég heyrði fyrst í sveitinni. Ég hlakka mikið til“ segir Jakob.

Jakob Frímann Magnússon á að baki áratuga langan feril sem tónlistarmaður, tónskáld og kvikmyndagerðarmaður. Hann hefur gefið út tónlist sína hérlendis sem erlendis undir nöfnunum JFMJobbi Maggaton og Jack Magnet – og á að baki gríðarmargar skífur með hljómsveit allra landsmanna, Stuðmönnum, auk verka Strax, Ragga & The Jack Magic Orchestra og fleiri sveita. Hér má sjá útgáfuferil Jakobs og svo má finna enn frekari upplýsingar um JFM á Wikipedia.

Aðrir listamenn og hljómsveitir sem staðfest hafa framkomu sína á Innipúkanum í ár eru; 

– Mammút
– Maus
– Sóley
– Ylja
– Kimono
– Sin Fang
– Muck
– Steed Lord
– Samúel Jón Samúelsson Big Band
– Babies 
– og indí hetjurnar í Sudden Weather Change sem snúa aftur á svið eftir nokkurra ára hlé. 

Fleiri listamenn og hljómsveitir verða kynntar til leiks á næstu dögum og vikum, en ætla má að sameiginlegur fjöldi þeirra verði um 25 stykki.

Margir fræknustu listamenn íslensku þjóðarinnar hafa komið fram á Innipúkanum gegnum árin. Má þar nefna Of Monsters and Men, Hjálmar, Mugison, Lay Low, Hjaltalín, FM Belfast, Valdimar, Ólafur Arnalds, Retro Stefson, Ólöf Arnalds, Botnleðja, Mínus, Trabant, Megas, Raggi Bjarna, Ómar Ragnarsson, Gylfi Ægisson, Magga Stína og Þú og ég.

Armband á hátíðinna gildir alla helgina bæði á Húrra og Gaukinn.

Miðasla á hátíðina fer fram á Midi.is og líkt og síðustu ár eru miðaverði á púkann stillt í hóf. Miðaverð á alla hátíðina er aðeins 6.990 krónur.

Hér má sjá nokkur vel valin myndönd með nokkrum af hljómsveitunum sem koma fram á Innipúkanum 2015.

 

 

 

Comments are closed.