HATARI SPILAÐI FYRIR FULLUM SAL OG KEMUR ÚT Á RAFRÆNU FORMI

0

Hatari stóð fyrir útgáfutónleikum á Húrra skemmtistað síðastliðinn laugardag og spilaði fyrir fullum sal. Neysluvara EP, fyrsta stuttskífa sveitarinnar, var til sölu á viðburðinum og er nú komin í dreifingu hjá Smekkleysu plötubúð, 12 tónum og Lucky Records. Svikamylla ehf, útgefandi Hatara, stóð fyrir viðburðinum, en fyrirtækið nefndi viðburðinn Neysluvöku í anda plötunnar. Neysluvaka var í senn útgáfuhóf og kosningavaka, en Hatari stóð fyrir grimmilegri kosningabaráttu í aðdraganda helgarinnar sem vakti talsverða athygli. Einnig vakti mikla athygli þegar Emmsjé Gauti kaus Svarta Framtíð: „Sexy strætóskýli

Þá spilaði sveitin Cyber einnig á Neysluvöku við góðar undirtektir en hún hefur áður unnið með Hatara að laginu Hlauptu. Endahnúturinn á flutning Hatara var síðan innsiglaður með dularfullri óperusöngkonu sem steig á stokk og flutti vel valda aríu eftir Mozart við magnþrungnar undirtektir tónleikagesta. Kuldaboli og russian.girls þeyttu síðan skífum.

Samkvæmt því er Albumm kemst næst mun Svikamylla ehf. gefa út tónlist Hatara á rafrænu formi á næstu dögum, til að mynda á Spotify, þrátt fyrir mótbárur frá meðlimum Hatara. Þá munu fleiri dreifingaraðilar bætast í flóruna, þar á meðal Heimkaup.is

Skrifaðu ummæli