Hatari reif þakið af Dillon: Sjáið ljósmyndirnar

0

Síðast liðið föstudagskvöld blés hljómsveitin Hatari til heljarinnar tónleika á Dillon og óhætt er að segja að allt ætlaði um koll að keyra! Hatari hefur vakið verðskuldaða athygli að undanförnu fyrir beitta tónlist og líflega framkomu. Sveitin er ein sú svalasta sem ísleand á um þessar mundir og það er greinilegt að þjóðin er að taka vel í þessa snilldar tóna.

Margt var um manninn á Dillon og var öllu til tjaldað! Sviti, dúndrandi gleði og ferskleiki var í fyrirrúmi og já sviðsframkoma sveitarinnar var vægast sagt stórkostleg! Ljósmyndarinn Kristján Gabríel mætti á svæðið en hann tók þessar frábæru ljósmyndir fyrir Albumm.is

Skrifaðu ummæli