HARRY KNUCKLES OG K FENRIR SENDA FRÁ SÉR NÝJAR PLÖTUR

0

FENZZ

Tónmennt er fyrsta útgáfa Harry Knuckles einnig þekktur sem Frímann Ísleifur Frímannson í fullri lengd, Sem stofnmeðlimur Ladyboy Records og frumkvöðull í íslensku óhljóða senunni „avant noise scene,“ býður hann upp á konseptplötu byggða á Tónmennt – kennslusnældur í tónmenntum sem Námsgagnastofnun gaf út á sínum tíma, auk þess að útfæra sitt goðsagnakennda og ævintýralega hliðarsjálf Harry Knuckles.

Converted_file_0a13abcc

Tónlistin er óreiðukennd og uppfull af tilraunamennsku og samanstendur af lögum sem tekin voru upp á tímabilinu 2011 – 2015. Aðdáendur Kye Records ættu að finna hér eitthvað við sitt hæfi.

Drifting Towards The End er nýjasta útgáfa frá noise/drone tónlistarmanninum K Fenrir. Áður hefur K Fenrir öðru nafni Kristján Fenrir gefið út röð af upptökum sem hann hefur hljóðunnið á óhlutbundinn hátt og reist úr því sannkallaða hljóðveggi.

Converted_file_55a9bb6d

Á þessari nýjustu upptöku er K Fenrir að vinna með raftónlist og dimmar stemningar.  Hann notast við heimsendabókmenntir H.P. Lovecraft og Norrænu goðafræðina til að ná fram dimmum tónum sem leitast við að dreyma upp heima sem eiga sér stað handan meðvitundar og tíma.

Comments are closed.