„HARKA“ FJALLAR UM AÐ EKKI GEFAST UPP OG HALDA ÁFRAM

0

Hljómsveitin Cocos er skipuð þeim Steingrími Daða, Ómari Frey og Pétri Sigurdór en hljómsveitin var að senda frá sér þrjá singúla „Ekki Snerta,“ „Bófi“ og „Harka“ af væntanlegri plötu sem kemur út í júlí næstkomandi. Einnig var sveitin að senda frá sér sitt fyrsta myndband við lagið „Harka.“

„Þegar að við byrjuðum að taka upp Harka lagið sjálft fengum við mjög mikinn innblástur frá Hrnnr-i og Smjörva en við breyttum laginu á okkar eiginn hátt og það kom út bara mjög vel og lagið fjallar bara um að ekki að gefast upp og halda áfram að gera tónlist sama hvað og „Harka” þangað til að við myndum fá athygli fyrir tónlistinni okkar.“ – Cocos

Platan er mjög öðruvísi og fjölbreytt, frá hörðum trappi yfir í mjög róleg lög og alveg yfir í verulegt old school stöff! Þannig það mætti segja að platan verður mjög fjölbreytt og ætti að vera eitthvað fyrir alla að njóta.

Skrifaðu ummæli