HAPPY ENDING GALLERY OPNAR Í KVÖLD MEÐ POMPI OG PRAKT

0

lukka2

Happy Ending Gallery opnar í kvöld með pompi og prakt! Opnunarsýningin verður í höndum stofnenda gallerísins þeirra Margeirs Dire og Lukku Sigurðardóttur.
Margeir er einn helsti listamaður yngri kynslóðarinnar en hann hefur getið sér gott orð að undanförnu. Lukka er ein aðal sprautan í Algera Studio en hún hefur komið að fjölda sýninga og er enginn nýgræðingur þegar kemur að listsköpun.

lukka1

Happy Ending Gallery er listamanna rekið gallerí sem hefur það að leiðarljósi að miðla verkum ferskra íslenskra listamanna til umheimsins.

happy 3

Margeir Dire

Tónar í boði Árna Skeng ásamt fljótandi veitingum!
Við mælum með að allir rölti við á Skólavörðustíg 6b, njóti listar, tóna og fljótandi veitinga!

 

Comments are closed.