„HANN VAR SVALASTI GÆINN OG MIG LANGAÐI AÐ VERA EINS OG HANN“

0

Plötusnúðurinn Henning Baer kemur fram á Paloma í kvöld föstudaginn 10. Nóvember en hann fagnar sinni fyrstu plötu Shatterproof sem kemur út 13.nóvember næstkomandi.  Henning er einn af hornsteinum Techno senunnar í Berlín og stendur fyrir Grounded Theory kvöldunum alræmdu!

Einnig koma fram í kvöld Dj Yamaho og Exos en þau ætla að bræða saman heljarinnar Back 2 Back session. Albumm.is náði tali af Henning Baer og svaraði hann nokkrum spurningum!


Hvenær byrjaðir þú að plötusnúðast og hvernig kom það til?

Ég byrjaði að plötusnúðast um sextán ára aldurinn en ég fékk áhugann frá þáverandi kærasta systur minnar. Hann var svalasti gæinn og mig langaði að vera eins og hann!

Hverskonar tónlist spilar þú og hvað er það sem fær fólkið til að tryllast á dansgólfinu?

Ég spila elektróníska tónlist en til að vera örlítið nákvæmari þá er þetta Techno! Ég tel að fólkið tryllist við réttu tónana, spilaða á réttu augnablikinu og matreitt á réttan hátt.

Áttu þér uppáhalds plötu, ef svo er hvaða plata er það og afhverju hún?

Ég á ekki neina uppáhalds plötu en það eru nokkrar frá mismunandi tímabilum sem ég elska, gamlar og nýjar. Fyrir mig er algjörlega ómögulegt að velja bara eina plötu!

Er þetta í fyrsta sinn sem þú kemur til íslands og ertu spenntur fyrir landi og þjóð?

Já, þetta er í fyrsta sinn sem ég kem til íslands og ég er ótrúlega spenntur! Ég og Exos erum búnir að plana þetta lengi og hann sagði að það vera nauðsinlegt að stoppa í nokkra daga! Að spila á Paloma er aðal atriðið en ég er einnig mjög spenntur á að skoða landið.

við hverju má fólk búast í kvöld?

Ég held að fólk sem þekkir mig veit við hverju má búast en þau sem þekkja mig ekki ættu að tékka á mér! Ég, Dj Yamaho og Exos verðum í bana stuði þannig þetta getur ekki klikkað!

Húsið opnar kl 22:00.

Skrifaðu ummæli