„Hann tók eigið líf” – Vilja vekja athygli á sjálfsvígsforvörnum

0

Hljómsveitin Rímnaríki var að senda frá sér brakandi ferskt lag og myndband sem ber heitið „Andvökunætur.” Sveitin segir lagið vera hart vetrarlag og barátta við skammdegið!

„Andvökunætur” fjallar í stuttu máli um að takast á við kvíða, þunglyndi og fortíðardrauga. í Laginu köfum við inná við en okkur finnst lagið vera algjör brú milli þess nýja í hip hoppi og þess gamla” – Rímaríki.

Mikið hefur verið talað um sjálfsmorð ungra karlmanna undafarið en sveitin missti einmitt meðlim úr Rímnaríki í haust í slíkum kringumstæðum er hann tók eigið líf.

Rómnaríki vill vekja sérstaklega athygli á sjálfsvígsforvarnarsamtökunum Pieta Ísland. VIð fögnum vaxandi umræðu því fólk á ekki að fara í felur með sinn vanda , það er alltaf einhver tilbúin að hlusta og munið , það er dimmast fyrir dögun segir sveitin að lokum.

 

Skrifaðu ummæli