Hank & Tank leitar til fólksins: Önnur platan tilbúin

0

Tvíeykið Hank & Tank þarf ekki að kynna fyrir rokkþyrstum almúganum en þeir standa fyrir fjármögnun á Karolina Fund. Sveitina skipa þeir Henrik Björnsson og Þorgeir Guðmundsson en þeir komu fyrst fram á sjónarsviðið uppúr aldamótum. Fyrsta platan Songs for the Birds kom út árið 2009 og er nú önnur plata sveitarinnar tilbúin!

Nýja platan ber heitið Last Call for Hank & Tank og má segja að hún sé innblásin af gullaldarpoppi, Lee Hazelwood og Suicide. En Hank & Tank eru löngu búnir að skapa sinn eigin stíl og með ykkar hjálp kemur þessi plata út bæði stafrænt og á vínyl. Hér fyrir neðan má hlýða á annað lagið af plötunni sem þeir hleypa í loftið „Same Old Song” sem er dúett með hinni rómuðu alþjóðlegu söngstjörnu Keren Ann.

Við mælum eindregið með að fólk styrki þessa flottu sveit, Hægt er að gera það með að klikka hér.

Hér fyrir neðan má streyma Fyrri plötu Hank & Tank, Songs for the Birds.

Skrifaðu ummæli