Hank & Tank eru eitursvalir í nýju myndbandi!

0

Hljómsveitin Hank & Tank voru að senda frá sér myndband við lagið „Amateur Night in Pigalle.” Þeir Henrik Björnsson og Þorgeir Guðmundsson skipa sveitina en þeir standa nú fyrir fjármögnun á Karolina Fund. Safnað er fyrir annarri plötu sveitarinnar, Last Call for Hank & Tank sem er innblásin af gullaldarpoppi, Lee Hazelwood og Suicide.

Myndbandið er einkar töff, enda er allt töff sem þessir meistarar koma nálægt! „Amateur Night in Pigalle” er eitursvalt lag sem dregur mann inn í myrkrið þar sem leðrið ræður ríkjum og allt er leyfilegt! Ekki hika við að skella á play og fá smá töffaraskap beint í æð á mánudegi!

Við mælum eindregið með að fólk styrki þessa flottu sveit, Hægt er að gera það með að klikka hér.

Skrifaðu ummæli