HÁNGSAÐ OG DÁNGLAÐ MEÐ PRINSINUM ÞÁTTUR. 1

0

Prins Póló. Ljósmynd/Baldur Kristjánsson

Tónlistarmanninum Prins Póló er marg til lista lagt en ásamt því að vera einn vinsælasti tónlistarmaður landsins framleiðir hann Bulsur og Snakk ásamt eiginkonu sinni Berglindi Häsler og eru þau nú að opna tónleikastað í hlöðunni sinni á Karlsstöðum í Berufirði sem nefnist Havarí.

Albumm.is og Prinsinn leiða nú saman hesta sína og ætlar nú Prinsinn að vera með vikuleg myndbönd á Albumm sem nefnast „Hángsað Og Dánglað Með Prinsinum.“

Prinsinn veitir áhorfendum innskot inn í líf sitt í sveitinni, hvað hann er að bralla hverju sinni en margir geta lært ýmislegt af Prinsinum þar sem hann er mikill lífskúnstner.

Malandi traktor, kettir og gamlar hjólbörur er það sem bregður fyrir í þessum fyrsta þætti en skemmtanagildið er í algjöru hámarki!

Comments are closed.