HAMFERÐ TAKA UPP STÓRFENGLEGT SÓLMYRKVAMYNDBAND

0

11053354_10153115657998119_6523977524174631492_n

Hljómsveitin Hamferð frá Færeyjum, sem gerði sér lítið fyrir og vann alþjóðlegu hljómsveitakeppnina Wacken Metal Battle á Wacken Open Air í Þýskalandi 2012, gerðu sér lítið fyrir og tóku upp alveg stórfenglegt myndband í gærmorgun. Hljómsveitin flutti sérstaka útgáfu af lagi sínu Deyðir Varðar af plötunni Evst frá 2013, með almyrkvann í bakgrunni og festu tilefnið á mynd.

Sjón er sögu ríkari.

Hamferð vann færysku Wacken Metal Battle undankeppnina í Þórshöfn í færeyjum í mars 2012 og sigraði svo einnig í lokakeppninni í ágúst sama ár. Færeyjar eru í pásu í ár frá Wacken Metal Battle keppninni, en íslenska undankeppnin fer fram 11. apríl n.k. í Hörpu. Sigursveitin verður valin af alþjóðlegri dómnefnd, sem mun samanstanda af a.m.k 6 erlendum þungarokksskríbentum frá fjórum mismunandi löndum og álíka mörgun innlendum tónlistarskríbentum og fagaðilum, ásamt því sem áhorfendur munu einnig hafa áhrif.

The Vintage Caravan, sem gefa út nýja plötu í maí, munu spila sem sérstakir gestir og taka fullt sett af sinni alkunnu snilld. Hljómsveitin hefur sent frá sér eitt lag af þessari plötu sem má sjá hérna:

Sveitin spilaði á Wacken Open Air í fyrra og slógu rækilega í gegn þar. Einnig koma fram sem sérstakir gestir sigursveitin frá síðustu íslensku keppni, Ophidian I, en þeir spiluðu fyrir nokkur þúsund manns á Wacken 2013.

Miðasala er hafin á keppnina í Hörpu á harpa.is.

 

Comments are closed.