Hljómsveitin Ham var stofnuð árið 1988 og starfaði hún til ársins 1994 og lagði hún þá upp laupana. Ham hefur verið að skjóta upp kollinum reglulega frá árinu 2001 en það ár sendi sveitin frá sér tónleikaplötu og heimildarmynd um sveitina. Ham kom saman aftur árið 2006 og hefur hún starfað linnulaust síðan og sendu þeir frá sér breiðskífuna Svik, Harmur og dauði árið 2011 og er fyrsta eiginlega hljóðversplata sveitarinnar síðan Buffalo Virgin kom út árið 1989.
Nú geta aðdáendur Ham heldur betur verið kátir því sveitin heldur stórtónleika 2. Október í Gamla Bíó og hefjast þeir kl 21:00 en ásamt Ham spilar hljómsveitin Lazyblood
Ham kapparnir Addi og Flosi voru í viðtali hjá Harmageddon á X-inu 977 fyrir skömmu og hægt er að hlusta á viðtalið hér.
Það er hægt að fullyrða það að troðið verður út úr dyrum á Gamla Bíó þetta kvöldið og ættu því allir að tryggja sér miða sem allra fyrst!