HAM BLÆS TIL TÓNLEIKA OG PLATA Á LEIÐINNI!

0

Sunnlendingar, norðlendingar og sveitungar! Hljómsveitin HAM fagnar útgáfu hljómplötunnar, Söngvar um helvíti mannanna með tvennum tónleikum á Húrra dagana 22. og 23. júní og á Græna Hattinum 7. júlí nk. Húrra opnar stundvíslega kl. 21:00 báða dagana en góðir gestir hita mannskapinn upp áður en HAM stígur á stokk. Á Græna Hattinum koma HAM liðar fram einir og óstuddir. Miðasala er á tix.is.

HAM sendir frá sér sína þriðju hljóðverðsplötu nú í júní og hefur hún fengið nafnið Söngvar um helvíti mannanna. Það er hljómplötuútgáfan Sticky sem gefur út. Gripurinn mun fást í öllum betri hljómplötuverslunum og á helstu efnisveitum og verður fáanleg bæði sem vínyll og geisladiskur!

Skrifaðu ummæli