HALLELUWAH – DIOR

0

10931545_867012783344712_3538263856645188124_n

Dior er glænýtt lag frá tvíeykinu Halleluwah. Lagið verður að finna á fyrstu plötu rafsveitarinnar sem er væntanleg 5. mars


Tvíeykið Halleluwah gefur út sína fyrstu plötu 5. mars. Meðlimir rafsveitarinnar, sem er ný af nálinni, eru söngkonan Rakel Mjöll og fyrrum Quarashi stofnandi og takt/lagasmiður Sölvi Blöndal. Tónlistin samanstendur af ýmsum einkennum rökkurmyndahefðarinnar (film noir), gamaldags raddbeitingu í bland við R&B með myrkum rafhljómum.

Rakel & Sölvi byrjuðu að gera tónlist saman árið 2013 og ákváðu í kjölfarið að taka upp eitt lag. Ávöxtur samstarfsins var smáskífan Blue Velvet, vísun í samnefnt lag í flutningi Bobby Winton og samnefnda kvikmyndi Davids Lynch frá árinu 1986. Lag Halleluwah naut vinsælda á öldum ljósvakans auk þess sem myndband við lagið vakti athygli. Eftir Blue Velvet var ekki aftur snúið og í kjölfarið var hljómsveitin formlega stofnuð.

Nú lítur dagsins ljós fyrsta smáskífan af væntanlegri breiðskífu sveitarinnar eftir að sveitin var formlega stofnuð, og ber lagið nafnið DIOR.

Comments are closed.