Halldór Helgason valinn snjóbrettamaður ársins

0

Snjóbrettakappinn Halldór Helgason er heldur betur búinn að vera á blússandi siglingu síðast liðið ár en 2018 er búið að vera ansi viðburðarmikið hjá kappanum! Nú um helgina hlaut hann fyrstu verðlaun á Transworld Snowboarding awards en lesendur blaðsins voru sammála um það að hann væri snjóbrettamaður ársins! Þetta er annað árið í röð sem hann hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun en í þriðja skiptið sem verðlaunin rata í hendur Halldórs.

Transworld Snowboarding lýsir Halldóri sem einstökum snjobrettamanni með hæfilegt kæruleysi sem er einmitt það sem gerir snjóbretti svo frábært! Innilega til lukku með verðlaunin Halldór, þú rokkar!

Halldór Helgason á Instagram

Skrifaðu ummæli