HALLDÓR HELGASON SÓPAR TIL SÍN VERÐLAUNUM

0

Snjóbrettakappinn Halldór Helgason er heldur betur á blússandi siglingu um þessar mundir en árið sem er að líða er búið að vera ansi viðburðarmikið hjá kappanum! Fyrir nokkrum dögum hlaut hann fyrstu verðlaun á Transworld Snowboarding awards en lesendur blaðsins voru sammála um það að hann ætti besta vídeópart ársins, alls ekki slæmt það!

Sigurganga Halldórs hættir ekki þar heldur var hann valinn besti evrópski snjóbrettakappinn af tímaritinu Onboard Magazine! Það er greinilegt að nóg er um að vera hjá Halldóri og gaman verður að fylgjast með honum á næstunni!

Skrifaðu ummæli