HAFNFIRSKI TÓNLISTARMAÐURINN ÁRNI SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „WORDS“

0

ÁRNI 1

Hafnfirski tónlistarmaðurinn Árni gaf út lagið „Words“  á föstudaginn (3. ágúst) á vefnum. Lagið er til sölu á bandcamp síðu Árna og kostar 240 kr. Allur ágóði af sölu lagsins rennur til Geðhjálpar og er því ekkert til fyrirstöðu að borga umfram uppsett verð. Geðhjálp vinnur þarft og gott starf sem snertir flest, ef ekki öll okkur og liggur því beint við að hafa þetta fyrirkomulag á útgáfunni.

„Words“ er annað lagið sem kemur út af EP disknum Árni og fylgir á eftir laginu „Þú“ sem hefur náð töluverðri útvarpsspilun auk þess að komast á vinsældarlista Rásar 2.

„Words“ er einstaklega mjúkt tilfinningapopp, kryddað með ljúfsárum texta og fimum hljóðfæraleik.

Árni (að fullu Árni Svavar Johnsen) er söngvari og gítarleikari með margra ára reynslu á bakinu. Hann hefur unnið við uppsetningu fjölda söngleikja og hefur einnig verið að gera garðinn góðan með lovefunk hljómsveit sinni Electric Elephant. Hann tók t.a.m. þátt í uppsetningu Verslunarskóla Íslands á söngleikjunum „Með allt á hreinu“ og „Moulin Rouge“.

ÁRNI 2

EP platan Árni er hans frumraun sem sóló-listamaður, en plötuna tók hann upp úti í sveit með hinum bráðsnjalla upptökustjóra Flex, sem hefur unnið með listamönnum á borð við Skálmöld, Prins Póló, The Vintage Caravan og fleirum.

Comments are closed.