HÁFJALLATROMPETLEIKARINN HILDEGUNN ØISETH STARTAR NÆSTA FREYJUJAZZ

0

Hildegunn Øiseth

Norski háfjallatrompetleikarinn Hildegunn Øiseth startar næstu Freyjujazz tónleikaröð sem hefst 6. júní. Hildegunn sem kemur frá Þrándheimi hefur látið að sér kveða bæði á jazzsenunni sem og heimstónlistarsenunni en hún leikur einnig á geitarhorn. Hildegunn hefur mikið ferðast um Afríku og Asíu og bjó um tíma í suður-Afríku. Það gætir því áhrifa úr ýmsum áttum í leik hennar. Framundan hjá Hildegunn eru tónleikar með Trondheim Jazz Orchestra ásamt Chick Corea á North Sea Jazz Festival og svo mun hún blása með Mezzoforte á Jazz Baltica í sumar.

Luca Kezdy

13. júní kemur ungverski fiðluleikarinn Luca Kezdý en hún leiðir jaðarjazzsveitina Santa Diver auk þess að vera liðtækur blúsari.

Sara Mjöll, Sigurdís Sandra og Rósa Guðrún eru ný útskrifaðar úr FÍH, Sara Blandon útskrifaðist í fyrra frá FÍH og var valin bjartasta vonin í flokki jazz á síðustu tónlistarverðlaunum. Gulla Ólafs og Stína eru reyndar söngkonur og verður gaman að sjá breiddina í dagskránni í sumar.

Hér má sjá dagskránna:

6. júní Hildegunn Øiseth trp & Sunna Gunnlaugs pno

13. júní Luca Kezdy fiðla (ungverjaland) & Sunna Gunnlaugs pno

20. júní Sara Mjöll Magnúsdóttir pno & Þorgrímur Jónsson kontrabassi

27. júní Gulla Ólafsdóttir söngur, Vignir Þór Stefánsson pno, Leifur Gunnarsson kontrabassi

4. júlí Sara Blandon söngur & Sara Mjöll Magnúsdóttir pno

11. júlí Sigurdís Sandra Tryggvadóttir pno & Gunnar Hrafnsson kontrabassi

18. júlí Rósa Guðrún Sveinssdóttir baritónsax & Sunna Gunnlaugs pno

25. júlí Stína Ágústsdóttir söngur & Andrés Þór gítar.

tónleikarnir hefjast kl 12:15 og eru í Listasafni Íslands, Fríkirkjuvegi 7, standa yfir í 30 mín. Aðgangseyrir 1500 kr og ókeypis inn fyrir grunnskólanema.

Skrifaðu ummæli