HAFDÍS BJARNADÓTTIR OG TUNGLSJÚKAR NÆTUR

0

Rafgítarleikarinn og tónskáldið Hafdís Bjarnadóttir var að senda frá sér nýtt lag og myndband sem ber heitið „Tunglsjúkar nætur” en lagið er tekið af nýútkominni plötu hennar, . Platan er sú þriðja í trílógíunni, Nú jæja já, en eins og á fyrri plötunum tveimur þá blandar Hafdís saman proggarokki, nútímatónlist, djassi og mörgu fleiru. Hafdís sækir áhrif úr ýmsum áttum fyrir lögin á plötunni, m.a. úr línuritum og tölum frá íslensku bönkunum frá 2007-2009 og úr moltukassanum sínum.

Hljóðfærin og hljóðin sem koma við sögu á plötunni eru: rafgítarar, rafbassar, trommusett, saxófónar (sópran og alt), flautur (pikkoló, venjuleg og alt), klarinett (Bb og bassa-), fagott, trompet, básúna, fiðlur, víólur, selló (ft.), klassískur gítar, píanó, leikfangapíanó, víbrafónn, allskonar slagverk, harmonikka, semball, talraddir, stjórnendur, kór, tölva, körfuboltaaðdáendur, óþekkjanleg prósesseruð sinfóníuhljómsveit, kríur, mófuglar, vindurinn, gamall hljóðgervill og Hallgrímskirkjuklukka!

Myndbandið er við síðasta lag plötunnar sem heitir Tunglsjúkar nætur. Í laginu fléttast m.a. saman angurvær söngur Lay Low við ljóðalestur Einars Más Guðmundssonar í bland við draumkenndan kórsöng. Myndbandið gerði Laura Matikainen, lagið er eftir Hafdísi Bjarnadóttur og textinn eftir Einar Má Guðmundsson. Flytjendur eru: Lay Low (söngur), Einar Már Guðmundsson (lestur eigin ljóðs), Kjartan Valdemarsson (píanó), Hafdís Bjarnadóttir (rafgítar) og kammerkórinn Hljómeyki undir stjórn Mörtu Halldórsdóttur.

Hafdisbjarnadottir.com

Skrifaðu ummæli