HÆRRA EN HÆGT ER AÐ TEYGJA SIG

0

asta

Ásta Guðrúnardóttir gefur frá sér nýtt lag og myndband. Lagið var samið, tekið upp og hljóðblandað af henni sjálfri í lítilli vinnustofu á Granda. Ásta er þessar stundir að vinna að plötu í fullri lengd og fjallar hún um allar hliðar ástarinnar. Í sumar sendi hún frá sér lagið „Rósin” sem var fyrsta lag í ástarseríunni.

asta-22

Nýja lagið ber heitið „Dansa” og er um aðra hlið ástarinnar. Hliðin sem er frjáls og óbeisluð. Hliðin sem dreymir hærra en hægt er að teygja sig.

Myndbandið var tekið upp á eldfjallaeyjunni Tenerife af Gustavo Blanco. Innblásturinn er lítil kirkja á eynni. Þar kemur úr skóginum, inn í mannheima, náttúrudís.

Comments are closed.