Hækkið í græjunum og skellið á play – þetta er snilld!

0

Tónlistarkonan GDRN var að senda frá sér glænýtt lag og myndband en það ber heitið „Lætur Mig.” GDRN er ekki einsömul í laginu heldur ljáir tónlistarmaðurinn Floni laginu einnig rödd sína! „Lætur Mig” er eitursvalt lag sem fær hárin til að rísa á hnakkanum og erfitt er að dilla sér ekki í takt við seiðandi taktinn!

Myndbandið er hreint út sagt framúrskarandi og um leið dularfullt. Ágúst Elí leikstýrði myndbandinu en hann vann til Íslensku Tónlistarverðlaunanna fyrir myndband ársins!

Hækkið í græjunum og skellið á play, þetta er snilld!

Skrifaðu ummæli